Skip to Content
Vistbyggðaráð
 • Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra Vistbyggðarráðs

  Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs, hún tók til starfa þann 1.október. Þórhildur lauk námi í orku-  og umhverfisverkfræði við tækniháskólann í  Þrándheimi 2004. Þórhildur tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sigríði Björk Jónsdóttur sem sinnt hefur starfinu frá 2010, en hverfur nú til annarra starfa.  


  06. Oct - 15:46
 • Vistbyggðarráð tekur þátt í fundi fólksins
  Dagana 2. og 3. september næstkomandi fer fram lífleg tveggja daga lýðræðishátíð í Norræna húsinu um samfélagsmál sem ber yfirskriftina, fundur fólksins. Þar mun Vistbyggðarráð leiða umræðu um hugmyndir um rýmisþörf fólks og hvernig hún er að breytast með auknum kröfum almennings um vistvænni lífsstíl og vistvæna þróun borga og þéttbýlisstaða. Viðburðurinn, metrar á mann, fer fram í gróðurhúsinu kl. 16:00 föstudaginn 2. sept og kl. 13:00 laugardaginn 3. sept.
  13. Sep - 16:27
 • Ný skýrsla um hús,heimili og vellíðan íbúa
  Heimili okkar, staðsetning þess og húsið sjálft hefur áhrif á okkar daglega líf. Allt frá því hversu vel við sofum, hversu oft við fáum heimsóknir og hversu örugg okkur finnst við vera. Ef við viljum bæta heilsu og vellíðan okkar og fjölskyldunnar, eða jafnvel heilu samfélaganna, er heimilið í raun og veru sá staður sem við ættum fyrst að líta til því þar verjum við stórum hluta af ævi okkar. Sækja skýrsluna.
  23. Aug - 12:14
 • Vistbyggðarráð auglýsir eftir framkvæmdastjóra
  Við leitum eftir drífandi einstaklingi til að starfa með stjórn Vistbyggðarráðs að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Um er að ræða hálft stöðugildi. Umsóknir berist formanni stjórnar, Elínu Vignisdóttur (ev@verkis.is). 
  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí. 
  07. júlí - 12:25

Vistbyggðarráð

Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.