Skip to Content

Sjálfbæra heimilið-sýning í Sesseljuhúsi

Þann 6. júni var opnuð á Sólheimum sýningin, Sjálfbæra heimilið. Sýningin er sett upp í tilefni 85 ára afmælis Sólheima og er hluti af menningarveislu Sólheima í ár. Á sýningunni má fræðast um sjálfbærni og hvernig er hægt að gera heimili okkar vistvænni með ýmsum leiðum. Aðal uppistaðan í sýningunni bæði efnisleg og útlitslega er fræðsluefni sem aðgengilegt er á vef Náttúrinnar (natturan.is) sem einnig er aðgengilegt í gegnum smáforritið húsið og umhverfið. Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var samstarfsverkefni starfsmanna og starfsnema Sesseljuhúss; Herdísar Friðriksdóttur, Axels Benediktssonar og Małgorzata Lisowska. Nemar á vegum CELL* Teddy Jones, Charlotte Kuliak, og Savanna Richter unnu að upplýsingaöflun og textagerð. Sjá nánar á vef Nátturunnar, www. natturan.is Þetta er áhugaverð sýning og gott tilefni til að heimsækja Sólheima í sumar og kynna sér bæði sjálfbæran rekstur og byggingar eins og Sesseljuhús.